Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:39 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. „Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
„Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent