Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:16 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. FBL/EYÞÓR Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira