Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:16 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. FBL/EYÞÓR Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira