Fötluð börn af erlendum uppruna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2019 07:00 Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar