Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 23:00 240 eldflaugar og sprengjur voru skotnar niður með loftvarnarkerfi ísrael. AP/Ariel Schalit Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast. Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast.
Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57