Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 11:45 Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. Eurovision Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar sem trommari Hatara notaðist við í Söngvakeppninni fyrr í vetur. Sleggjunni hefur verið skipt út fyrir svipur sem notaður eru til að berja trommurnar. Hatari tók sína fyrstu æfingu á sviði í Tel Aviv í gær og gekk hún ágætlega að mörgu leyti að mati margra erlendra Eurovision-spekinga.Á vefnum ESC EXTRA er Íslendingum hrósað fyrir valið á Hatara. Íslendingar eru sagðir hafa verið komnir með nóg af því að senda „örugg“ atriði í Eurovision og hafi því ákveðið að taka áhættu þetta árið. „Það er eins og keppnisskapið hafi vaknað aftur í Íslendingum eftir mögur ár,“ skrifar einn þeirra á vef ESC Xtra.Hér má sjá æfingu Hatara.Einhverjir eru á því að flutningur lagsins gæti fengið einhver mínusstig frá dómnefndum en að því muni vegna vel hjá áhorfendum. Eitt er víst að Hatari vekur athygli hvert sem þeir koma, og skiptir þá ekki máli hvort að fræðingarnir kunna að meta tónlist þeirra eða ekki. Matt Fredericks, hjá vefnum escYOUnited, segir sönginn hjá Hatara á fyrstu æfingunni ekki hafa verið nógu stöðugan og að hann þurfi meiri stuðning í viðlaginu, sér í lagi þegar viðlagið hækkar í tón. „Þeir þurfa að bæta það og dómnefndin mun horfa í þetta. Hún mun ekki bara dæma út frá söngnum einum saman, en hann skiptir máli. Áhorfendur gefa meiri afslátt á söngnum en hann getur þó haft áhrif á þá,“ segir Fredericks.Hér má sjá umsögn þeirra Matt og Sean.Hann saknar einnig sleggjunnar sem trommari Hatara notaði í Söngvakeppninni þar sem sveitin tryggði sér farseðilinn til Tel Aviv. Í stað sleggjunnar hefur trommarinn tekið sér svipur í hönd til að berja trommurnar. „Hvað gerðist? Mér finnst þetta kjánalegt. Í forkeppninni var hann með stóra sleggju sem hann barði til beggja hliða. Það var svo kraftmikið og bar með sér þessa árásargirni sem lagið þarfnast. Sean Tarbuck, hjá ESC Younited, segist skilja af hverju svipurnar urðu fyrir valinu. „En þetta þarf að vera kraftmeira,“ segir Tarbuck. „Fyrir mér voru þetta mikil vonbrigði því þetta var í uppáhaldi hjá mér,“ segir Fredericks.Hér má sjá atriði Hatara í Söngvakeppninni þar sem trommarinn var með sleggju.Hann tekur þó fram að sjónræna hlið atriðisins hafi gert mikið fyrir hann og þá sérstaklega notkun ljósa og elds. Hollendingurinn Dennis Van Ee, á vefnum ESC Daily, segir atriði Hatara mun hógværara en hann átti von á. „Þrátt fyrir það er búist við að þeir muni fanga, í það minnsta, athygli áhorfenda í næstu viku,“ skrifar Van Ee. Samlandi hans á vef ESC Daily, Erik Bolks, segir atriðið ekki hafa vakið hrifningu þeirra enn sem komið er. „Stuðunaráhrifin eru ekki til staðar ef þú hefur séð atriðið áður,“ skrifar Bolks. Hann segir margt gott í atriðinu, sjónrænt sé það flott en eitthvað þurfi að slípa til myndatöku atriðisins svo það dragi ekki úr drunganum. Söngurinn sé þó vandamál sem þurfi að vinna í. Hatari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudagskvöldið 14. næstkomandi. Þeirra bíður ærið verkefni, að koma Íslandi upp úr undanriðlinum en síðastliðin fjögur ár hefur það ekki gengið eftir. Síðast komst Ísland upp úr undanriðlinum árið 2014 þegar fulltrúar Íslands voru meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönks með lagið No Prejudice. Eurovision Ísrael Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar sem trommari Hatara notaðist við í Söngvakeppninni fyrr í vetur. Sleggjunni hefur verið skipt út fyrir svipur sem notaður eru til að berja trommurnar. Hatari tók sína fyrstu æfingu á sviði í Tel Aviv í gær og gekk hún ágætlega að mörgu leyti að mati margra erlendra Eurovision-spekinga.Á vefnum ESC EXTRA er Íslendingum hrósað fyrir valið á Hatara. Íslendingar eru sagðir hafa verið komnir með nóg af því að senda „örugg“ atriði í Eurovision og hafi því ákveðið að taka áhættu þetta árið. „Það er eins og keppnisskapið hafi vaknað aftur í Íslendingum eftir mögur ár,“ skrifar einn þeirra á vef ESC Xtra.Hér má sjá æfingu Hatara.Einhverjir eru á því að flutningur lagsins gæti fengið einhver mínusstig frá dómnefndum en að því muni vegna vel hjá áhorfendum. Eitt er víst að Hatari vekur athygli hvert sem þeir koma, og skiptir þá ekki máli hvort að fræðingarnir kunna að meta tónlist þeirra eða ekki. Matt Fredericks, hjá vefnum escYOUnited, segir sönginn hjá Hatara á fyrstu æfingunni ekki hafa verið nógu stöðugan og að hann þurfi meiri stuðning í viðlaginu, sér í lagi þegar viðlagið hækkar í tón. „Þeir þurfa að bæta það og dómnefndin mun horfa í þetta. Hún mun ekki bara dæma út frá söngnum einum saman, en hann skiptir máli. Áhorfendur gefa meiri afslátt á söngnum en hann getur þó haft áhrif á þá,“ segir Fredericks.Hér má sjá umsögn þeirra Matt og Sean.Hann saknar einnig sleggjunnar sem trommari Hatara notaði í Söngvakeppninni þar sem sveitin tryggði sér farseðilinn til Tel Aviv. Í stað sleggjunnar hefur trommarinn tekið sér svipur í hönd til að berja trommurnar. „Hvað gerðist? Mér finnst þetta kjánalegt. Í forkeppninni var hann með stóra sleggju sem hann barði til beggja hliða. Það var svo kraftmikið og bar með sér þessa árásargirni sem lagið þarfnast. Sean Tarbuck, hjá ESC Younited, segist skilja af hverju svipurnar urðu fyrir valinu. „En þetta þarf að vera kraftmeira,“ segir Tarbuck. „Fyrir mér voru þetta mikil vonbrigði því þetta var í uppáhaldi hjá mér,“ segir Fredericks.Hér má sjá atriði Hatara í Söngvakeppninni þar sem trommarinn var með sleggju.Hann tekur þó fram að sjónræna hlið atriðisins hafi gert mikið fyrir hann og þá sérstaklega notkun ljósa og elds. Hollendingurinn Dennis Van Ee, á vefnum ESC Daily, segir atriði Hatara mun hógværara en hann átti von á. „Þrátt fyrir það er búist við að þeir muni fanga, í það minnsta, athygli áhorfenda í næstu viku,“ skrifar Van Ee. Samlandi hans á vef ESC Daily, Erik Bolks, segir atriðið ekki hafa vakið hrifningu þeirra enn sem komið er. „Stuðunaráhrifin eru ekki til staðar ef þú hefur séð atriðið áður,“ skrifar Bolks. Hann segir margt gott í atriðinu, sjónrænt sé það flott en eitthvað þurfi að slípa til myndatöku atriðisins svo það dragi ekki úr drunganum. Söngurinn sé þó vandamál sem þurfi að vinna í. Hatari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudagskvöldið 14. næstkomandi. Þeirra bíður ærið verkefni, að koma Íslandi upp úr undanriðlinum en síðastliðin fjögur ár hefur það ekki gengið eftir. Síðast komst Ísland upp úr undanriðlinum árið 2014 þegar fulltrúar Íslands voru meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönks með lagið No Prejudice.
Eurovision Ísrael Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira