Rúnar Páll: Við skorum alltaf mikið af mörkum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. maí 2019 21:49 Rúnar Páll var ekki sáttur með stigið í kvöld. Vísir/Daníel „Ég get ekki sagt að ég sé voðalega sáttur. Það er sárt að fá á sig víti þegar það er ekkert að gerast í leiknum hjá Grindavík, það er dýrt. Þeir fá ekki eitt einasta færi í þessum leik og Halli þurfti ekki að verja einu sinni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við stjórnum leiknum frá a-ö og síðan fá þeir víti og það er blóðugt. Þetta er annan leikinn í röð sem við fáum ekki nema eitt stig en svona er þetta bara,“ bætti Rúnar við en Stjarnan gerði jafntefli við KR í fyrsta leik en þá komu einnig bæði mörk leiksins úr vítaspyrnum. Rúnar sagði að hans menn hefðu mátt gera betur í þeim hættulegu sóknum sem þeir sköpuðu. „Við vorum ekki flinkir að nýta þau upphlaup sem við fáum, við fengum frábær upphlaup á vinstri kantinum í seinni hálfleik og nýttum þau ekki nógu vel. Við verðum að gera betur þar.“ „Menn verða að vera grimmari fyrir framan mark andstæðingsins, við komumst oft bakvið varnirnar en gerum ekki nógu vel með síðustu sendinguna. Aftur á móti spilum við vel í dag, stjórnum leiknum allan tímann en náðum bara að skora eitt mark og það var ekki nóg.“ Guðjón Baldvinsson fór útaf í hálfleik í dag eftir að hafa fengið höfuðhögg í fyrri hálfleiknum og sjálfur sagði Guðjón við blaðamann að hann hefði fengið heilahristing og verið óglatt í leikhléinu. „Hann fékk eitthvað högg á höfuðið og er í ferli varðandi það.“ Rúnar Páll sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Stjörnuliðið væri ekki búið að skora úr opnum leik í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er ekki áhyggjuefni eftir tvo leiki, ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að við skorum alltaf mikið af mörkum og það verður engin breyting á því í sumar, ég er alveg klár á því. Við erum með hörkulið og þurfum bara að halda áfram og mætum galvaskir með bros á vör gegn HK í næsta leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að ég sé voðalega sáttur. Það er sárt að fá á sig víti þegar það er ekkert að gerast í leiknum hjá Grindavík, það er dýrt. Þeir fá ekki eitt einasta færi í þessum leik og Halli þurfti ekki að verja einu sinni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við stjórnum leiknum frá a-ö og síðan fá þeir víti og það er blóðugt. Þetta er annan leikinn í röð sem við fáum ekki nema eitt stig en svona er þetta bara,“ bætti Rúnar við en Stjarnan gerði jafntefli við KR í fyrsta leik en þá komu einnig bæði mörk leiksins úr vítaspyrnum. Rúnar sagði að hans menn hefðu mátt gera betur í þeim hættulegu sóknum sem þeir sköpuðu. „Við vorum ekki flinkir að nýta þau upphlaup sem við fáum, við fengum frábær upphlaup á vinstri kantinum í seinni hálfleik og nýttum þau ekki nógu vel. Við verðum að gera betur þar.“ „Menn verða að vera grimmari fyrir framan mark andstæðingsins, við komumst oft bakvið varnirnar en gerum ekki nógu vel með síðustu sendinguna. Aftur á móti spilum við vel í dag, stjórnum leiknum allan tímann en náðum bara að skora eitt mark og það var ekki nóg.“ Guðjón Baldvinsson fór útaf í hálfleik í dag eftir að hafa fengið höfuðhögg í fyrri hálfleiknum og sjálfur sagði Guðjón við blaðamann að hann hefði fengið heilahristing og verið óglatt í leikhléinu. „Hann fékk eitthvað högg á höfuðið og er í ferli varðandi það.“ Rúnar Páll sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Stjörnuliðið væri ekki búið að skora úr opnum leik í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er ekki áhyggjuefni eftir tvo leiki, ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að við skorum alltaf mikið af mörkum og það verður engin breyting á því í sumar, ég er alveg klár á því. Við erum með hörkulið og þurfum bara að halda áfram og mætum galvaskir með bros á vör gegn HK í næsta leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45