Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 07:57 Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Vísir/ap Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“. Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“.
Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17