„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. maí 2019 12:20 Forstjóri og mannauðsstjóri HSU fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. vísir/vilhelm Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30