Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 12:00 Caster Semenya vísir/getty Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00