Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:28 Það var mikill hiti í leiknum í Eyjum vísir/skjáskot Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15