Nýtt jafnvægi Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2019 08:00 Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun