Stafræn upprisa sálar Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar