Íslenski boltinn

Segja Kolbein á leið heim í Árbæinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Birgir Finnsson er á mála hjá enska liðinu Brentford
Kolbeinn Birgir Finnsson er á mála hjá enska liðinu Brentford mynd/brentford
Fylkir er að fá efnilegan liðsauka fyrir átökin í Pepsi Max-deild karla, Kolbeinn Birgir Finnsson er á leið í Árbæinn á láni samkvæmt frétt Fótbolta.net.

Kolbeinn er 19 ára gamall uppalinn Fylkismaður en er á mála hjá Brentford í Englandi. Hann kom þangað síðasta sumar og hefur spilað með varaliði félagsins í vetur.

Kolbeinn spilar sem miðjumaður eða kantmaður og hann spilaði með Fylki í efstu deild árið 2015 áður en hann hélt til Groningen í Hollandi.

Hann tók sín fyrstu skref með A-landsliði Íslands í janúar í vináttuleik við Eistland í Katar.

Fylkir er á toppi Pepsi Max deildarinnar á markatölu eftir fyrstu umferðina, en Árbæingar gerðu sér góða ferð til Vestmannaeyja og unnu ÍBV 3-0. Fylkismenn mæta ÍA á heimavelli sínum í annari umferð á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×