Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:30 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira