Frankfurt hélt aftur af Chelsea Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2019 21:00 Eden Hazard, leikmaður Chelsea. vísir/getty Chelsea náði í mikilvægt útivallarmark gegn Eintracht Frankfurt en undanúrslitaeinvígi liðanna í Evrópudeildinni er þó enn jafnt eftir fyrri leikinn í Þýskalandi. Luka Jovic kom heimamönnum í Frankfurt yfir á 23. mínútu með frábæru skoti eftir fyrirgjöf Filip Kostic. Gestirnir náðu þó að jafna metin þegar Pedro þrumaði boltanum í marknetið rétt fyrir hálfleik. David Luiz komst nálægt því að tryggja Chelsea sigurinn en aukaspyrna hans fór í slána. Það vakti athygli að Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea en Maurizio Sarri sagðist vera að hvíla Hazard vegna álags. Sarri stóðst freistinguna að setja Hazard inná þegar Chelsea átti í erfiðleikum í upphafi leiks og var verðlaunað fyrir því Chelsea liðið átti mjög góðan leik eftir mark Frankfurt. Chelsea átti sextán skot á markið og finnst stuðningsmönnum þeirra líklega að Chelsea hefði átt sigurinn skilið, en markið kom ekki. Chelsea fær seinni leikinn á heimavelli sínum og þarf þá bara að vinna þann leik til þess að komast í úrslitaleikinn. Evrópudeild UEFA
Chelsea náði í mikilvægt útivallarmark gegn Eintracht Frankfurt en undanúrslitaeinvígi liðanna í Evrópudeildinni er þó enn jafnt eftir fyrri leikinn í Þýskalandi. Luka Jovic kom heimamönnum í Frankfurt yfir á 23. mínútu með frábæru skoti eftir fyrirgjöf Filip Kostic. Gestirnir náðu þó að jafna metin þegar Pedro þrumaði boltanum í marknetið rétt fyrir hálfleik. David Luiz komst nálægt því að tryggja Chelsea sigurinn en aukaspyrna hans fór í slána. Það vakti athygli að Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea en Maurizio Sarri sagðist vera að hvíla Hazard vegna álags. Sarri stóðst freistinguna að setja Hazard inná þegar Chelsea átti í erfiðleikum í upphafi leiks og var verðlaunað fyrir því Chelsea liðið átti mjög góðan leik eftir mark Frankfurt. Chelsea átti sextán skot á markið og finnst stuðningsmönnum þeirra líklega að Chelsea hefði átt sigurinn skilið, en markið kom ekki. Chelsea fær seinni leikinn á heimavelli sínum og þarf þá bara að vinna þann leik til þess að komast í úrslitaleikinn.