Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 08:00 Caster Semenya. AP/Mark Schiefelbein Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu. Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu.
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira