Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Stuðningsmenn Juan Guaidó flykktust að herstöð í höfuðborginni Karakas þar sem þeim lenti saman við lögreglu og þjóðvarðliðið. Getty Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaránstilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gærkvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í forsetakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starfandi forseta bárust stuðningsyfirlýsingar frá Vesturlöndum. Bandaríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnarinnar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leopoldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mótmæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkisstjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Maduros við forsetahöllina. Átök brutust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita ofbeldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á friðsamlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsingafulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast ofbeldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkisstjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaránstilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gærkvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í forsetakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starfandi forseta bárust stuðningsyfirlýsingar frá Vesturlöndum. Bandaríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnarinnar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leopoldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mótmæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkisstjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Maduros við forsetahöllina. Átök brutust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita ofbeldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á friðsamlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsingafulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast ofbeldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkisstjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37