Viðskipti innlent

Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Þórarinn Ævarsson hefur lengi gegnt starfi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.
Þórarinn Ævarsson hefur lengi gegnt starfi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Fréttablaðið/Ernir
Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við blaðið.

Þórarinn kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. Hann hefur því áður byggt upp pitsukeðju og þekkir því vel til rekstrar stærsta keppinautarins ef af verður.Ekki er vitað á hvaða sérleyfi hann hefur augastað. Á meðal fjögurra stærstu pitsukeðja í heimi eru tvær ekki með pitsustað hérlendis, það er Papa John‘s og Little Cesars. Domino‘s og Pizza Hut skipa sama lista en keðjurnar eru þegar með starfsemi hér á landi.

Þórarinn sagði nýverið starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri IKEA. Hann gegndi því starfi frá árinu 2006 og var síðasti dagurinn hans í því starfi í gær. Í IKEA er til sölu pitsudeig sem byggist á sambærilegri uppskrift og Þórarinn notaði hjá Domino‘s á sínum tíma.




Tengdar fréttir

Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið

Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika.

Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA

Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×