Repjuolía á íslenska skipaflotann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 19:15 Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur. Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira