Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2019 21:00 Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is. Heilbrigðismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðherra löngu búinn að missa alla trú á dómskerfinu Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Sjá meira
Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is.
Heilbrigðismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðherra löngu búinn að missa alla trú á dómskerfinu Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Sjá meira