Snjallsímar í frjálsu falli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 07:15 Þessi er jafnvel enn óseldur. Nordicphotos/Getty Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina. Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira