Skólameistara MA og lögreglu greinir á um leyfi fyrir malarflutningavögnunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2019 20:48 Menntaskólinn á Akureyri. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30
Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45