Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 15:18 400 króna sendingargjald verður lagt á vörur frá löndum innan Evrópu. Vísir/vilhelm Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Alþingi samþykkti nýverið viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir breytinguna munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara ráðstafana þar sem verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið „allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi“. Íslandspóstur hafi þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári hafi tapið af þessum hluta starfseminnar verið alls um 920 milljónir króna. Íslandspóstur hafi ekki getað staðið undir þessum kostnaði og hafi stjórnvöld því staðið fyrir áðurnefndri breytingu á lögum um póstþjónustu. Haft er eftir Helgu Sigríði Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandspósts að stofnunin geri sér grein fyrir því, og skilji, að þessi ráðstöfun eigi eftir að valda óánægju. Vonast sé til þess að hagstæðari samningar um burðargjald erlendra sendinga séu handan við hornið. „Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til innheimtu sérstaks sendingargjalds.“ Íslandspóstur Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Alþingi samþykkti nýverið viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir breytinguna munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara ráðstafana þar sem verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið „allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi“. Íslandspóstur hafi þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári hafi tapið af þessum hluta starfseminnar verið alls um 920 milljónir króna. Íslandspóstur hafi ekki getað staðið undir þessum kostnaði og hafi stjórnvöld því staðið fyrir áðurnefndri breytingu á lögum um póstþjónustu. Haft er eftir Helgu Sigríði Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandspósts að stofnunin geri sér grein fyrir því, og skilji, að þessi ráðstöfun eigi eftir að valda óánægju. Vonast sé til þess að hagstæðari samningar um burðargjald erlendra sendinga séu handan við hornið. „Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til innheimtu sérstaks sendingargjalds.“
Íslandspóstur Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira