Sara Björk fær Silfurstjörnu Hauka fyrir leik Hauka á sunnudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 16:15 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Knattspyrnufélagið Haukar hefur ákveðið að veita Söru Björk Gunnarsdóttir Silfurstjörnu Hauka í tilefni af því að hún var valin Íþróttamaður ársins 2018. Sara Björk verður heiðursgestur á leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso deild kvenna á sunnudaginn sem hefst klukkan 14.00 og verður henni veitt Silfurstjarnan áður en flautað verður til leiks. Í tilefni dagsins mun Origo bjóða stuðningsmönnum beggja liða frítt á leikinn og grillið verður opnað klukkan 12 þar sem hægt verður að fá sér ljúffengan hamborgara að hætti grillteymis þeirra Pálma og Símons. Klukkan 13 mun Sara Björk hitta yngri iðkendur í knattspyrnudeild Hauka þar sem hún mun spjalla um leið sína í atvinnumennsku sem er frábært tækifæri til að fá alvöru innblástur um hvað ber að hafa í huga til að ná árangri. Sara hóf knattspyrnuferil sinn hjá Haukum og var hún einungis 13 ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið okkar. Hún á að baki 23 leiki fyrir meistaraflokk Hauka og skoraði hún í þeim 18 mörk. Það var öllum ljóst að hún var gríðarlegt efni og hefur hún margsannað sig sem fyrirmyndar íþróttamann bæði innan vallar sem utan. Hún fór til Breiðabliks á miðju tímabili 2008 og lék með Kópavogsliðinu í tvö og hálft ár. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem Sara lék í fimm og hálft ár með Malmö, sem á miðri dvöl hennar þar skipti um nafn og varð að Rosengård. Þar vann hún sænska meistaratitilinn fjórum sinnum. Sara gekk til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg sumarið 2016 og hefur hún unnið þýska meistaratitiinn og bikarmeistaratitilinn öll tímabilin með félaginu. Sara hefur verið fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins síðustu ár. Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Knattspyrnufélagið Haukar hefur ákveðið að veita Söru Björk Gunnarsdóttir Silfurstjörnu Hauka í tilefni af því að hún var valin Íþróttamaður ársins 2018. Sara Björk verður heiðursgestur á leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso deild kvenna á sunnudaginn sem hefst klukkan 14.00 og verður henni veitt Silfurstjarnan áður en flautað verður til leiks. Í tilefni dagsins mun Origo bjóða stuðningsmönnum beggja liða frítt á leikinn og grillið verður opnað klukkan 12 þar sem hægt verður að fá sér ljúffengan hamborgara að hætti grillteymis þeirra Pálma og Símons. Klukkan 13 mun Sara Björk hitta yngri iðkendur í knattspyrnudeild Hauka þar sem hún mun spjalla um leið sína í atvinnumennsku sem er frábært tækifæri til að fá alvöru innblástur um hvað ber að hafa í huga til að ná árangri. Sara hóf knattspyrnuferil sinn hjá Haukum og var hún einungis 13 ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið okkar. Hún á að baki 23 leiki fyrir meistaraflokk Hauka og skoraði hún í þeim 18 mörk. Það var öllum ljóst að hún var gríðarlegt efni og hefur hún margsannað sig sem fyrirmyndar íþróttamann bæði innan vallar sem utan. Hún fór til Breiðabliks á miðju tímabili 2008 og lék með Kópavogsliðinu í tvö og hálft ár. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem Sara lék í fimm og hálft ár með Malmö, sem á miðri dvöl hennar þar skipti um nafn og varð að Rosengård. Þar vann hún sænska meistaratitilinn fjórum sinnum. Sara gekk til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg sumarið 2016 og hefur hún unnið þýska meistaratitiinn og bikarmeistaratitilinn öll tímabilin með félaginu. Sara hefur verið fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins síðustu ár.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira