Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Það er stuttur þráðurinn í Elfari Frey

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elfar Freyr fellir hér einn leikmann KA.
Elfar Freyr fellir hér einn leikmann KA.
Blikinn Elfar Freyr Helgason hefur verið að leika sér að eldinum í sumar og í annað sinn mátti hann teljast heppinn að vera ekki rekinn af velli.

Elfar Freyr sýndi af sér sérkennilega hegðun í leiknum gegn HK á dögunum er hann sparkaði í afturenda fyrirliða HK. Þá slapp hann með skrekkinn og hann gerði slíkt hið sama gegn KA.

„Elfar er frábær leikmaður en það hefur verið svolítið stuttur í honum þráðurinn,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna.

Er Elfar Freyr fékk loksins gult spjald í leiknum þá bað hann um skiptingu.

„Ég hef heyrt það á skotspónum úr Kópavogi að þegar Elfar Freyr finnur að hann er að missa stjórn á sjálfum sér þá vill hann fá skiptingu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ sagði Logi Ólafsson.

Sjá má uppátæki Elfars og umræðuna hér að neðan.




Tengdar fréttir

Elfar Freyr biður HK-inga afsökunar

Blikinn Elfar Freyr Helgason baðst afsökunar á því í dag að hafa sparkað í rassinn á fyrirliða HK, Leifi Andra Leifssyni, í leik liðanna um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×