Innleiðum ekki gamla tíma Orri Hauksson skrifar 17. maí 2019 08:00 Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar