Úthöfin og framtíð okkar Pétur Halldórsson skrifar 17. maí 2019 08:00 Ungt fólk á hvað mest í húfi varðandi umhverfismál enda þarf ungt fólk að taka við því ástandi sem fyrri kynslóðir hafa skapað. Í okkar tilfelli eru það m.a. loftslagsbreytingar og nýtt útrýmingarskeið tegunda á jörðu. Þrátt fyrir þessa miklu hagsmuni hefur til þessa ekki verið tryggt að ungt fólk geti komið að borðinu þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð þess. Þetta á ekki bara við í umhverfismálum heldur samfélagsmálum almennt. Í mars sl. var ég staddur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York að fylgjast með samningaviðræðum um úthöf heimsins, þ.e. öll hafsvæði utan 200 mílna lögsögu ríkja en þau eru tæplega helmingur yfirborðs jarðar. Þessi samningur er kenndur við Náttúruvernd utan lögsögu ríkja (Biodiversity Beyond National Jurisdiction – BBNJ) og á samningaviðræðum að ljúka í byrjun árs 2020. Þarna var ég staddur sem fulltrúi Ungra umhverfissinna, félagssamtaka ungmenna á Íslandi um umhverfisvernd, en komst fljótt að því að ég var eini ungmennafulltrúinn viðstaddur. Ísland var s.s. eina ríkið í heiminum með lýðræðislega kjörinn fulltrúa ungmenna að fylgjast með samningaviðræðunum, jafnvel þótt þær fjalli um hvorki meira né minna en helming plánetunnar. Þetta þótti mér lýsandi fyrir ástand heimsins í dag, enda er beinlínis skaðlegt fyrir samfélag og umhverfi að ungt fólk hafi ekki tækifæri til að hafa áhrif á eigin framtíð. Í þessu tilfelli orsakast sá skaði annars vegar af því að samninganefndir ríkjanna eiga ekki jafn mikið í húfi og ungt fólk og hins vegar af því að ungt fólk hefur nauðsynlegt leiðtogahlutverk í farsælli samvinnu milli ríkja og ólíkra menningarheima. Samstarf ungs fólks byggir á þeirri heimsmynd að jörðin sé okkar sameiginlega heimili og ungt fólk hefur ekki þolinmæði fyrir skaðlegum sjónarmiðum á borð við þau sem t.d. einkenndu tíma kalda stríðsins. Eitt dæmi um alþjóðasamvinnu ungs fólks í umhverfismálum er hið alþjóðlega tengslanet ungmenna um norðurslóðir (Arctic Youth Network – AYN), sem var stofnað að frumkvæði Ungra umhverfissinna eftir fund með hóp frá Alaska (Arctic Youth Ambassadors) á Hringborði norðurslóða í Hörpu, haustið 2017. Tengslanetið var formlega stofnað í Norræna húsinu í apríl sl. en hefur nú þegar ungmenni í 30 löndum sem hafa skuldbundið sig til að vinna saman að málefnum Norðurslóða með áherslu á hvernig loftslagsmál, náttúruvernd og menningarlegt jafnrétti tengjast innbyrðis. En hvað vill ungt fólk fyrir úthöfin? Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand lífríkis á heimsvísu (Global Environment Outlook) sýnir að ástandið hefur aldrei verið verra og umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa talað um þörf á auknum metnaði í umhverfismálum, m.a. með því að nálgast náttúruvernd og loftslagsmál í sameiningu. Sé horft til úthafanna er því þrennt sem skiptir mestu máli fyrir ungt fólk: Í fyrsta lagi þarf að koma á neti verndarsvæða sem fá frið fyrir skaðlegum athöfnum manna. Þannig er hægt að vernda einstök og viðkvæm svæði, t.d. hverastrýtur með einstöku lífríki sem talið er að líkist þeim aðstæðum þar sem uppruni lífs átti sér stað (Lost City Hydrothermal Field). Í núverandi fyrirkomulagi er verið að undirbúa námuvinnslu á svæðum sem þessum. Í öðru lagi þarf að tryggja að mat á umhverfisáhrifum sé framkvæmt á fullnægjandi hátt og það sé forsenda fyrir sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Í núverandi fyrirkomulagi er t.d. vitað að botnvörpuveiðar hafa mikil áhrif á sjávarbotnsvistkerfi en umhverfisáhrif þeirra hafa samt sem áður ekki verið metin. Í þriðja lagi þarf að tryggja að vernd og nýting á alþjóðahafsvæðum lúti sömu yfirstjórn, svo að skýrt sé að nýting byggi á forsendum sjálfbærrar þróunar og tekið sé mið af samlegðaráhrifum vegna ólíkra athafna manna. Í núverandi fyrirkomulagi er nýting og vernd ýmist aðskilin, t.d. í Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC og OSPAR), eða stjórnlaus líkt og á stórum hluta úthafssvæða heimsins. Núverandi fyrirkomulag skortir því bæði það skipulag og gagnsæi sem þarf til að tryggja sjálfbæra nýtingu og vernd úthafssvæða. En eru samningaviðræðurnar á réttri leið? Mín upplifun á síðasta samningafundi var sú að of mörg ríki séu enn föst í sérhagsmunagæslu eigin ríkis og geri sér ekki fyllilega grein fyrir því neyðarástandi sem ríkir á jörðinni. Nú styttist í þriðja samningafundinn, sem verður í lok ágúst, og mun sá fjórði og síðasti eiga sér stað í byrjun árs 2020. Ef koma á í veg fyrir að samningaviðræðurnar mistakist er nauðsynlegt að ungt fólk geti haft áhrif, ekki bara á Íslandi heldur í öllum ríkjum heimsins. Samtal Ungra umhverfissinna við íslensku sendinefndina hefur vissulega verið framför en betur má ef duga skal. Eðlilegast væri að ungt fólk hefði fulltrúa í sendinefndum Íslands á alþjóðavettvangi því framtíð plánetunnar er ekki einkamál stjórnvalda. Þá skiptir líka höfuðmáli að ungt fólk sé ekki notað sem skrautfjöður, heldur fái raunverulega að taka þátt í ákvarðanatöku í krafti lýðræðislegs umboðs. Þátttaka ungs fólks í sendinefndum væri jafnframt í takt við áherslur íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi, s.s. í formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurskautsráðsins, sem fjalla m.a. um að valdefla ungt fólk og efla samfélagsþátttöku á norðurslóðum. Ef við ætlum að leysa þær hnattrænu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þá verðum við að gera það saman.Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á hvað mest í húfi varðandi umhverfismál enda þarf ungt fólk að taka við því ástandi sem fyrri kynslóðir hafa skapað. Í okkar tilfelli eru það m.a. loftslagsbreytingar og nýtt útrýmingarskeið tegunda á jörðu. Þrátt fyrir þessa miklu hagsmuni hefur til þessa ekki verið tryggt að ungt fólk geti komið að borðinu þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð þess. Þetta á ekki bara við í umhverfismálum heldur samfélagsmálum almennt. Í mars sl. var ég staddur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York að fylgjast með samningaviðræðum um úthöf heimsins, þ.e. öll hafsvæði utan 200 mílna lögsögu ríkja en þau eru tæplega helmingur yfirborðs jarðar. Þessi samningur er kenndur við Náttúruvernd utan lögsögu ríkja (Biodiversity Beyond National Jurisdiction – BBNJ) og á samningaviðræðum að ljúka í byrjun árs 2020. Þarna var ég staddur sem fulltrúi Ungra umhverfissinna, félagssamtaka ungmenna á Íslandi um umhverfisvernd, en komst fljótt að því að ég var eini ungmennafulltrúinn viðstaddur. Ísland var s.s. eina ríkið í heiminum með lýðræðislega kjörinn fulltrúa ungmenna að fylgjast með samningaviðræðunum, jafnvel þótt þær fjalli um hvorki meira né minna en helming plánetunnar. Þetta þótti mér lýsandi fyrir ástand heimsins í dag, enda er beinlínis skaðlegt fyrir samfélag og umhverfi að ungt fólk hafi ekki tækifæri til að hafa áhrif á eigin framtíð. Í þessu tilfelli orsakast sá skaði annars vegar af því að samninganefndir ríkjanna eiga ekki jafn mikið í húfi og ungt fólk og hins vegar af því að ungt fólk hefur nauðsynlegt leiðtogahlutverk í farsælli samvinnu milli ríkja og ólíkra menningarheima. Samstarf ungs fólks byggir á þeirri heimsmynd að jörðin sé okkar sameiginlega heimili og ungt fólk hefur ekki þolinmæði fyrir skaðlegum sjónarmiðum á borð við þau sem t.d. einkenndu tíma kalda stríðsins. Eitt dæmi um alþjóðasamvinnu ungs fólks í umhverfismálum er hið alþjóðlega tengslanet ungmenna um norðurslóðir (Arctic Youth Network – AYN), sem var stofnað að frumkvæði Ungra umhverfissinna eftir fund með hóp frá Alaska (Arctic Youth Ambassadors) á Hringborði norðurslóða í Hörpu, haustið 2017. Tengslanetið var formlega stofnað í Norræna húsinu í apríl sl. en hefur nú þegar ungmenni í 30 löndum sem hafa skuldbundið sig til að vinna saman að málefnum Norðurslóða með áherslu á hvernig loftslagsmál, náttúruvernd og menningarlegt jafnrétti tengjast innbyrðis. En hvað vill ungt fólk fyrir úthöfin? Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand lífríkis á heimsvísu (Global Environment Outlook) sýnir að ástandið hefur aldrei verið verra og umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa talað um þörf á auknum metnaði í umhverfismálum, m.a. með því að nálgast náttúruvernd og loftslagsmál í sameiningu. Sé horft til úthafanna er því þrennt sem skiptir mestu máli fyrir ungt fólk: Í fyrsta lagi þarf að koma á neti verndarsvæða sem fá frið fyrir skaðlegum athöfnum manna. Þannig er hægt að vernda einstök og viðkvæm svæði, t.d. hverastrýtur með einstöku lífríki sem talið er að líkist þeim aðstæðum þar sem uppruni lífs átti sér stað (Lost City Hydrothermal Field). Í núverandi fyrirkomulagi er verið að undirbúa námuvinnslu á svæðum sem þessum. Í öðru lagi þarf að tryggja að mat á umhverfisáhrifum sé framkvæmt á fullnægjandi hátt og það sé forsenda fyrir sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Í núverandi fyrirkomulagi er t.d. vitað að botnvörpuveiðar hafa mikil áhrif á sjávarbotnsvistkerfi en umhverfisáhrif þeirra hafa samt sem áður ekki verið metin. Í þriðja lagi þarf að tryggja að vernd og nýting á alþjóðahafsvæðum lúti sömu yfirstjórn, svo að skýrt sé að nýting byggi á forsendum sjálfbærrar þróunar og tekið sé mið af samlegðaráhrifum vegna ólíkra athafna manna. Í núverandi fyrirkomulagi er nýting og vernd ýmist aðskilin, t.d. í Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC og OSPAR), eða stjórnlaus líkt og á stórum hluta úthafssvæða heimsins. Núverandi fyrirkomulag skortir því bæði það skipulag og gagnsæi sem þarf til að tryggja sjálfbæra nýtingu og vernd úthafssvæða. En eru samningaviðræðurnar á réttri leið? Mín upplifun á síðasta samningafundi var sú að of mörg ríki séu enn föst í sérhagsmunagæslu eigin ríkis og geri sér ekki fyllilega grein fyrir því neyðarástandi sem ríkir á jörðinni. Nú styttist í þriðja samningafundinn, sem verður í lok ágúst, og mun sá fjórði og síðasti eiga sér stað í byrjun árs 2020. Ef koma á í veg fyrir að samningaviðræðurnar mistakist er nauðsynlegt að ungt fólk geti haft áhrif, ekki bara á Íslandi heldur í öllum ríkjum heimsins. Samtal Ungra umhverfissinna við íslensku sendinefndina hefur vissulega verið framför en betur má ef duga skal. Eðlilegast væri að ungt fólk hefði fulltrúa í sendinefndum Íslands á alþjóðavettvangi því framtíð plánetunnar er ekki einkamál stjórnvalda. Þá skiptir líka höfuðmáli að ungt fólk sé ekki notað sem skrautfjöður, heldur fái raunverulega að taka þátt í ákvarðanatöku í krafti lýðræðislegs umboðs. Þátttaka ungs fólks í sendinefndum væri jafnframt í takt við áherslur íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi, s.s. í formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurskautsráðsins, sem fjalla m.a. um að valdefla ungt fólk og efla samfélagsþátttöku á norðurslóðum. Ef við ætlum að leysa þær hnattrænu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þá verðum við að gera það saman.Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun