Viðtal við Hatara á CNN vék skyndilega fyrir Trump Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 19:15 Trump og Maurer við Hvíta húsið í dag. Getty/Mark Wilson Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan. Donald Trump Eurovision Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan.
Donald Trump Eurovision Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira