Alltaf segja nei nema það sé JÁ! Kolbeinn Marteinsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Derek Sivers er maður að mínu skapi en hann seldi fyrirtæki sitt fyrir tugi milljónir dollara og gaf hagnaðinn til mannúðarmála. Hann skrifaði einnig grein sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég hef reynt að lifa eftir, þ.e. þegar ég man eftir því. Boðskapur Sivers er eftirfarandi: Ef þér líður eins og þú eigir aldrei neinn lausan tíma vegna skuldbindinga, sem yfirleitt taka miklu meiri tíma en þú áætlar, og að þú sért alltof oft upptekinn, þá skaltu einfaldlega segja nei við sem flestu ef svarið er ekki „JÁ!“ (Hell Yeah). Þegar við erum beðin um að skuldbinda okkur og gefa af verðmætum tíma okkar en við finnum ekki tafarlaust fyrir brennandi ástríðu og tilhlökkun þá eigum við að segja „nei“. Það er fyrst þegar við erum búin að segja nei nógu oft að við fáum allt í einu tíma til að einhenda okkur í að gera hluti sem bara er hægt að svara með „JÁ!“. Þannig verður líf okkar miklu innihaldsríkara og við förum betur með þau takmörkuðu verðmæti sem tími okkar er. Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói en viðurkenni að það gleymist reglulega og ég man það þá alltof seint. Mér tókst þó um daginn að lifa af nokkra daga þar sem ég sagði „nei“ við nánast öllu. Á húsfundi: „Kolbeinn vilt þú vera gjaldkeri í húsfélaginu?“ Nei. „En þá þarftu að vera ritari?“ Nei. Facebook-skilaboð: „Ertu ekki til í að koma í undirbúningsnefnd fyrir endurfundi úr grunnskóla?“ Nei. Og svona gekk þetta með enn fleiri neitunum. Og allt í einu átti ég góðan tíma aflögu til að gera eitthvað merkilegt! Þá átti ég samtal við Fréttablaðið út af vinnunni. „Kolbeinn, ertu til í að skrifa Bakþanka í blaðið?“ JÁ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Skoðun Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Derek Sivers er maður að mínu skapi en hann seldi fyrirtæki sitt fyrir tugi milljónir dollara og gaf hagnaðinn til mannúðarmála. Hann skrifaði einnig grein sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég hef reynt að lifa eftir, þ.e. þegar ég man eftir því. Boðskapur Sivers er eftirfarandi: Ef þér líður eins og þú eigir aldrei neinn lausan tíma vegna skuldbindinga, sem yfirleitt taka miklu meiri tíma en þú áætlar, og að þú sért alltof oft upptekinn, þá skaltu einfaldlega segja nei við sem flestu ef svarið er ekki „JÁ!“ (Hell Yeah). Þegar við erum beðin um að skuldbinda okkur og gefa af verðmætum tíma okkar en við finnum ekki tafarlaust fyrir brennandi ástríðu og tilhlökkun þá eigum við að segja „nei“. Það er fyrst þegar við erum búin að segja nei nógu oft að við fáum allt í einu tíma til að einhenda okkur í að gera hluti sem bara er hægt að svara með „JÁ!“. Þannig verður líf okkar miklu innihaldsríkara og við förum betur með þau takmörkuðu verðmæti sem tími okkar er. Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói en viðurkenni að það gleymist reglulega og ég man það þá alltof seint. Mér tókst þó um daginn að lifa af nokkra daga þar sem ég sagði „nei“ við nánast öllu. Á húsfundi: „Kolbeinn vilt þú vera gjaldkeri í húsfélaginu?“ Nei. „En þá þarftu að vera ritari?“ Nei. Facebook-skilaboð: „Ertu ekki til í að koma í undirbúningsnefnd fyrir endurfundi úr grunnskóla?“ Nei. Og svona gekk þetta með enn fleiri neitunum. Og allt í einu átti ég góðan tíma aflögu til að gera eitthvað merkilegt! Þá átti ég samtal við Fréttablaðið út af vinnunni. „Kolbeinn, ertu til í að skrifa Bakþanka í blaðið?“ JÁ!
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar