40 – 18 Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. maí 2019 08:00 Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýtt frumvarp sem bannar þungunarrof nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Á ferðinni er strangasta löggjöf í landinu í þessum efnum. Konur sem verða þungaðar eftir nauðgun eða kynferðislega misnotkun ættingja eru neyddar til að fæða barnið. Læknirinn sem sýnir aðstæðum þeirra skilning og notar kunnáttu sína til að koma í veg fyrir fæðingu við ömurlegar aðstæður brýtur lög og getur átt yfir höfði sér 99 ára fangelsi. Skýrar línur í Alabama. 25 öldungadeildarþingmenn í ríkinu sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973. Hann leiddi fóstureyðingar í lög í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi einkalífs. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Afturhaldið sigraði í Alabama í vikunni. Ef ríkisstjórinn, Kay Ivey, undirritar og staðfestir lögin fylla þau flokk 300 lagabálka sem vefengja rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Slík lög hafa verið innleidd í 16 af 50 ríkjum á þessu ári. Sem betur fer eiga viðhorfin frá Alabama ekki upp á pallborðið hér heima. Afturhaldið laut í lægra haldi á íslenska þinginu í vikunni. Á meðan félagar okkar vestanhafs grafa undan mannréttindum, líkt og þeirri sjálfsögðu kröfu kvenna að ráða yfir eigin líkama, var ein framsæknasta löggjöf um þungunarrof sem til er samþykkt á Alþingi. Fjörutíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en 18 voru á móti. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun til loka 22. viku, virtist einna helst vefjast fyrir andstæðingum frumvarpsins. 96 prósent þungunarrofa fara fram fyrir tólftu viku meðgöngu, þrjú prósent fyrir sextándu viku og aðeins eitt prósent eftir þann tíma. Deilt er um örfá tilvik. Fullyrða má að engri konu er léttvæg ákvörðun að fara seint í þungunarrof. En staðreyndin er sú að framkvæmdin er við sama tímamark með nýrri löggjöf, en konan tekur ákvörðunina sjálf, í stað nefndar embættismanna. Mikilvægasta skref sem hefur verið stigið í kvenfrelsisbaráttunni er réttur konu til að ráða yfir eigin líkama. Konur eru fullfærar um að gangast við þeirri ábyrgð, í orði og á borði. „Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun,“ líkt og einn þingmaður komst svo vel að orði. 40 – 18. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Skoðun Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýtt frumvarp sem bannar þungunarrof nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Á ferðinni er strangasta löggjöf í landinu í þessum efnum. Konur sem verða þungaðar eftir nauðgun eða kynferðislega misnotkun ættingja eru neyddar til að fæða barnið. Læknirinn sem sýnir aðstæðum þeirra skilning og notar kunnáttu sína til að koma í veg fyrir fæðingu við ömurlegar aðstæður brýtur lög og getur átt yfir höfði sér 99 ára fangelsi. Skýrar línur í Alabama. 25 öldungadeildarþingmenn í ríkinu sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973. Hann leiddi fóstureyðingar í lög í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi einkalífs. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Afturhaldið sigraði í Alabama í vikunni. Ef ríkisstjórinn, Kay Ivey, undirritar og staðfestir lögin fylla þau flokk 300 lagabálka sem vefengja rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Slík lög hafa verið innleidd í 16 af 50 ríkjum á þessu ári. Sem betur fer eiga viðhorfin frá Alabama ekki upp á pallborðið hér heima. Afturhaldið laut í lægra haldi á íslenska þinginu í vikunni. Á meðan félagar okkar vestanhafs grafa undan mannréttindum, líkt og þeirri sjálfsögðu kröfu kvenna að ráða yfir eigin líkama, var ein framsæknasta löggjöf um þungunarrof sem til er samþykkt á Alþingi. Fjörutíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en 18 voru á móti. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun til loka 22. viku, virtist einna helst vefjast fyrir andstæðingum frumvarpsins. 96 prósent þungunarrofa fara fram fyrir tólftu viku meðgöngu, þrjú prósent fyrir sextándu viku og aðeins eitt prósent eftir þann tíma. Deilt er um örfá tilvik. Fullyrða má að engri konu er léttvæg ákvörðun að fara seint í þungunarrof. En staðreyndin er sú að framkvæmdin er við sama tímamark með nýrri löggjöf, en konan tekur ákvörðunina sjálf, í stað nefndar embættismanna. Mikilvægasta skref sem hefur verið stigið í kvenfrelsisbaráttunni er réttur konu til að ráða yfir eigin líkama. Konur eru fullfærar um að gangast við þeirri ábyrgð, í orði og á borði. „Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun,“ líkt og einn þingmaður komst svo vel að orði. 40 – 18.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar