Af dýrum, hundum og fuglum Úrsúla Jünemann skrifar 16. maí 2019 08:00 Allir sem þekkja mig vita að ég er mikill dýravinur. Sem barn og unglingur í Þýskalandi ólst ég upp í litlu þorpi úti í sveit. Við áttum mikið af dýrum heima hjá okkur: Hunda, ketti, hænur, skjaldbökur, kanínur, naggrísi og páfagauk. Alltaf þegar okkur systkinin langaði að bæta við í dýragarðinn okkar þá var pabbi minn mjög ákveðinn: „Þið megið eiga dýrið en með því skilyrði að þið sinnið því. Ef það gengur ekki þá verður dýrið að fara.“ Þannig lærðum við snemma að bera virðingu og ábyrgð fyrir öllu lifandi og að dýrin séu ekki leikföng. Afi minn var skógarvörður og á hverju ári dvöldum við hjá honum í húsinu úti í skógi. Þarna lærðum við mikið um náttúruna og villtu dýrin og að allt sem er lifandi hefur sinn tilgang. Hér á Íslandi er fána villtra dýra ekki eins fjölbreytt. Það eru fyrst og fremst fuglar sem dýravinurinn heillast af. Hér eru stórir stofnar af sumum tegundum sem eru annars sjaldgæfar á heimsvísu og við berum ábyrgð á. Flest allir fuglar eru farfuglar og leggja margir þeirra mikið á sig til að komast í varpstöðvar hingað. Sumir eru einungis nokkur grömm á þyngd. Ótrúlegt er að krían og óðinshaninn til dæmis fljúga næstum því um hálfan hnöttinn tvisvar á ári. Jafn ótrúlegt þykir einnig að pínulitlir fuglar eins og auðnutittlingur, músarindill og glókollur geti lifað af veturinn hér á landi. Nú er þessi dásamlegi tími genginn í garð þegar farfuglar streyma til landsins og fylla loftið með sínum röddum. Ég held að flestir gleðjast yfir því að loksins heyrist í lóu, hrossagaukurinn hnitar sína hringi og spóinn kemur með sín sérkennilegu hljóð. En allir farfuglar þurfa næði til að afla sér fæðu og orku þegar þeir koma úr löngu og ströngu ferðalagi. Stutt er sumarið og ekki er of mikill tími til að ala upp ungana sína þannig að þeir munu hafa burði til þess að leggja langa farflugið á sig að hausti. Margt fólk sem stundar útivist á hunda. Hundar eru bestu félagarnir til að drífa menn daglega út að ganga. Læknar hafa jafnvel skrifað upp á hund í staðinn fyrir lyf við ofþyngd eða þunglyndi. Hundar eru yndislegar skepnur sem gefa okkur alla ást sína og vilja vera með okkur, alveg sama hvað gerist. Ég elska hunda og þeir finna það, á gönguferðunum mínum vilja þeir yfirleitt koma til mín og knúsa. En hundar eru misvel uppaldir og sumir gegna illa. Menn sem eiga hunda sem gegna vel þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeirra hvutti vaði upp á fugla í varpi. En aðrir ættu að hafa hundana sína í bandi á varptíma fugla. Það er ekki vegna þess að hundar drepa fugla. Það er vegna þess að truflun á varptíma gæti þýtt að afræningjar komast í færi og færri ungar komist á legg. Gott hundafólk, hafið þið hundana í bandi á varptíma fugla á þeim stöðum sem vitað er að margir fuglar hafa hreiðrið sitt.Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og náttúruvinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Allir sem þekkja mig vita að ég er mikill dýravinur. Sem barn og unglingur í Þýskalandi ólst ég upp í litlu þorpi úti í sveit. Við áttum mikið af dýrum heima hjá okkur: Hunda, ketti, hænur, skjaldbökur, kanínur, naggrísi og páfagauk. Alltaf þegar okkur systkinin langaði að bæta við í dýragarðinn okkar þá var pabbi minn mjög ákveðinn: „Þið megið eiga dýrið en með því skilyrði að þið sinnið því. Ef það gengur ekki þá verður dýrið að fara.“ Þannig lærðum við snemma að bera virðingu og ábyrgð fyrir öllu lifandi og að dýrin séu ekki leikföng. Afi minn var skógarvörður og á hverju ári dvöldum við hjá honum í húsinu úti í skógi. Þarna lærðum við mikið um náttúruna og villtu dýrin og að allt sem er lifandi hefur sinn tilgang. Hér á Íslandi er fána villtra dýra ekki eins fjölbreytt. Það eru fyrst og fremst fuglar sem dýravinurinn heillast af. Hér eru stórir stofnar af sumum tegundum sem eru annars sjaldgæfar á heimsvísu og við berum ábyrgð á. Flest allir fuglar eru farfuglar og leggja margir þeirra mikið á sig til að komast í varpstöðvar hingað. Sumir eru einungis nokkur grömm á þyngd. Ótrúlegt er að krían og óðinshaninn til dæmis fljúga næstum því um hálfan hnöttinn tvisvar á ári. Jafn ótrúlegt þykir einnig að pínulitlir fuglar eins og auðnutittlingur, músarindill og glókollur geti lifað af veturinn hér á landi. Nú er þessi dásamlegi tími genginn í garð þegar farfuglar streyma til landsins og fylla loftið með sínum röddum. Ég held að flestir gleðjast yfir því að loksins heyrist í lóu, hrossagaukurinn hnitar sína hringi og spóinn kemur með sín sérkennilegu hljóð. En allir farfuglar þurfa næði til að afla sér fæðu og orku þegar þeir koma úr löngu og ströngu ferðalagi. Stutt er sumarið og ekki er of mikill tími til að ala upp ungana sína þannig að þeir munu hafa burði til þess að leggja langa farflugið á sig að hausti. Margt fólk sem stundar útivist á hunda. Hundar eru bestu félagarnir til að drífa menn daglega út að ganga. Læknar hafa jafnvel skrifað upp á hund í staðinn fyrir lyf við ofþyngd eða þunglyndi. Hundar eru yndislegar skepnur sem gefa okkur alla ást sína og vilja vera með okkur, alveg sama hvað gerist. Ég elska hunda og þeir finna það, á gönguferðunum mínum vilja þeir yfirleitt koma til mín og knúsa. En hundar eru misvel uppaldir og sumir gegna illa. Menn sem eiga hunda sem gegna vel þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeirra hvutti vaði upp á fugla í varpi. En aðrir ættu að hafa hundana sína í bandi á varptíma fugla. Það er ekki vegna þess að hundar drepa fugla. Það er vegna þess að truflun á varptíma gæti þýtt að afræningjar komast í færi og færri ungar komist á legg. Gott hundafólk, hafið þið hundana í bandi á varptíma fugla á þeim stöðum sem vitað er að margir fuglar hafa hreiðrið sitt.Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og náttúruvinur
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar