Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum. Nú er notagildi þeirra í fjármálakerfinu að koma í ljós. NORDICPHOTOS/GETTY Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“ Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira