Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 22:59 Ivey ríkisstjóri skrifar undir lögin. Þungunarrof verður nú með nær öllu bannað í Alabama. Vísir/AP Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019 Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00