Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:34 Lilja Rafney er með lögheimili á Suðureyri. Hún flaug mest innalands af þingmönnum. Vísir/Vilhelm Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra. Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra.
Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira