Bandaríkjastjórn vildi ekki taka þátt í átaki gegn öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 18:09 Bandaríkjastjórn Trump forseta treysti sér ekki til að styðja alþjóðlegt átak gegn öfgahyggju á netinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira