Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2019 08:10 Tveir af forsvarsmönnum frumvarpsins í Alabama. AP/Mickey Welsh Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton. Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton.
Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira