Manchester City heldur fram sakleysi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:30 Pep Guardiola og lærisveinar hans ættu að vera fagna enska meistaratitlinum í dag en ekki að hafa áhyggjur af því að vera að missa sæti sitt í Meistaradeildinni. Getty/Michael Regan Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00
Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00