Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 11:30 Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina. Vísir/Kolbeinn Tumi Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Eurovision Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina.
Eurovision Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira