Hlustum á Attenborough Ingólfur Ásgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Merkasti náttúruverndarsinni okkar tíma er Sir David Attenborough. Þessi aldni höfðingi hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig sjálf: dýra og plantna, gjörvalls lífríkis jarðar sem stendur frammi fyrir áður óþekktri ógn af hálfu mannkyns. Í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu og að það séu aðferðir mannsins við að skapa orku og búa til matvæli sem er helst um að kenna. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Við verðum að breyta hegðun okkar og neyslu, annað er ekki í boði. Nýir náttúrulífsþættir Attenboroughs á Netflix eru sláandi vitnisburður um þá gereyðingarvegferð sem mannkynið er á. Í þáttunum talar hann beint til okkar og af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þessi framganga er ekki sjálfbær. Þessari ábyrgðarlausu umgengni við náttúruna verður að linna. Meðal þess sem Attenborough hefur gert að umtalsefni er sú hætta sem villtum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á laxi. Kringum 1970 voru um tíu milljón villtir laxar í Norður-Atlantshafinu og hafði fækkað hratt áratugina á undan. Nú er þessi tala komin í um þrjár milljónir. Með sama áframhaldi mun villtur lax verða ein af þeim tegundum sem mannkynið útrýmir, einsog varað er við í skýrslu SÞ. Eins og Attenborough bendir á hefur mannkynið um langa hríð farið illa með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu. Nýjasta ógnin er stóraukið sjókvíaeldi á laxi en erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum. Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna. Ísland er eitt af síðustu vígjum villta laxins vegna þess að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Okkur ber skylda til að verja þetta vígi. Þegar Sir David talar, þá eigum við að hlusta.Ingólfur Ásgeirsson félagi í náttúruverndarsjóðnum Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Merkasti náttúruverndarsinni okkar tíma er Sir David Attenborough. Þessi aldni höfðingi hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig sjálf: dýra og plantna, gjörvalls lífríkis jarðar sem stendur frammi fyrir áður óþekktri ógn af hálfu mannkyns. Í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu og að það séu aðferðir mannsins við að skapa orku og búa til matvæli sem er helst um að kenna. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Við verðum að breyta hegðun okkar og neyslu, annað er ekki í boði. Nýir náttúrulífsþættir Attenboroughs á Netflix eru sláandi vitnisburður um þá gereyðingarvegferð sem mannkynið er á. Í þáttunum talar hann beint til okkar og af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þessi framganga er ekki sjálfbær. Þessari ábyrgðarlausu umgengni við náttúruna verður að linna. Meðal þess sem Attenborough hefur gert að umtalsefni er sú hætta sem villtum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á laxi. Kringum 1970 voru um tíu milljón villtir laxar í Norður-Atlantshafinu og hafði fækkað hratt áratugina á undan. Nú er þessi tala komin í um þrjár milljónir. Með sama áframhaldi mun villtur lax verða ein af þeim tegundum sem mannkynið útrýmir, einsog varað er við í skýrslu SÞ. Eins og Attenborough bendir á hefur mannkynið um langa hríð farið illa með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu. Nýjasta ógnin er stóraukið sjókvíaeldi á laxi en erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum. Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna. Ísland er eitt af síðustu vígjum villta laxins vegna þess að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Okkur ber skylda til að verja þetta vígi. Þegar Sir David talar, þá eigum við að hlusta.Ingólfur Ásgeirsson félagi í náttúruverndarsjóðnum Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar