Um (líf)vísindi og stillingu klukkunnar Eysteinn Pétursson skrifar 14. maí 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. mars sl. birtist grein eftir Björgu Þorleifsdóttur. Björg er titluð lífeðlisfræðingur og mun vera lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Björg fer mikinn í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar. Að miklu leyti er greinin dylgjur og skætingur í garð Gunnlaugs Björnssonar, stjarneðlisfræðings, sem leyfði sér, í grein í Fréttablaðinu 18. jan. sl., að véfengja þá kenningu að seinkun klukkunnar skipti sköpum fyrir velferð landsmanna. Björg telur sig lífvísindamann og finnst ófært að raunvísindamenn séu að krukka í „svið dægurklukku og svefns“. Hélt ég þó að lífeðlisfræði teldist til raunvísinda. Björg segir: „Íslendingar fara seint að sofa, seinna en ýmsar þjóðir sem við berum okkur saman við. Íslenskir unglingar höfðu t.a.m. algera sérstöðu í samanburði við unglinga 12 annarra þjóða víða um heim, fóru langtum seinna að sofa en jafnaldrar þeirra.“ Björg telur „ranga staðarklukku“ mögulega skýringu á þessu og vísar í vísindagrein því til stuðnings (1). Það er reyndar yfirlitsgrein (review) yfir 41 vísindagrein og yfirlit (surveys) sem birt voru á árabilinu 1999 til 2010. Þegar þessi yfirlitsgrein er skoðuð, kemur í ljós að þar eru ekki bornar saman 13 þjóðir, heldur 10 (með Íslandi) í 13 rannsóknum. Þar sést vissulega að íslenskir unglingar fara að jafnaði seint að sofa en þó er vart hægt að segja að þeir hafi algera sérstöðu miðað við aðrar þjóðir. Í einu landi fara t.d. 17 ára unglingar að sofa einni klukkustund seinna en þeir íslensku. Ekki sjást neinar vísbendingar um að „röng“ stilling klukkunnar valdi því að íslensk ungmenni fari seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í samanburðarþjóðunum. Í yfirlitsgreininni má einnig sjá niðurstöður 14 rannsókna á meðal svefntíma unglinga í ýmsum löndum, en engin gögn frá Íslandi eru þar á meðal. Af línuriti á bls. 114 má lesa, að aðeins í 4 löndum af 13 eru unglingar á bilinu 14–18 ára taldir fá nægilegan (sufficient) svefn virka daga. Í hinum löndunum 9 telst svefninn ónógur (insufficient). Enginn unglingur telst fá æskilegan (optimal) svefn. Höfundarnir álykta: „Um er að ræða alþjóðlegt svefnvenju-vandamál sem leiðir til seinkaðar svefnfasatruflunar – SSFT sem kann að eflast af menningarlegum þáttum“ (þýðing mín). Sem sagt, alþjóðlegt vandamál. Ekkert um áhrif „rangrar“ klukku. Höfundar yfirlitsgreinarinnar velta fyrir sér orsökum þess að Íslendingar fari að jafnaði seinna að sofa en aðrar þjóðir, en finna enga haldbæra. Þeim kemur í hug skortur á morgunbirtu, en hafna því á þeim forsendum að rannsóknin hafi farið fram að vori þegar sólarljós er ríkulegt! Samt gerist Björg svo djörf að vitna í þessa grein í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar og meiri morgunbirtu. Líklega eru engar rannsóknir til um svefnvenjur Íslendinga þegar þeir voru á „réttri“ staðarklukku (á veturna), þ.e.a.s. áður en tekinn var upp sumartími allt árið, 1968. En í grein, þar sem lýst er rannsókn sem gerð var á árunum 1985–1986 (2), má sjá eftirfarandi: „Svefnvenjur Íslendinga virðast nokkuð frábrugðnar því sem gerist með öðrum þjóðum. Þetta á einkum við um svefnmál og rismál sem eru seinna á sólarhringnum en gerist annars staðar. Meðalsvefntími hér virðist svipaður og gerist með öðrum þjóðum (leturbr. mín).Erfitt er að segja hvað veldur þessum seina háttatíma þjóðarinnar, en ein skýring gæti verið sú, að klukkan á Íslandi er skekkt um eina klukkustund, miðað við sólargang og Greenwich meðaltíma. Reyndar er það mál manna að háttatími hafi verið svipaður áður en klukkunni var breytt“ (leturbr. mín). Að öllu þessu athuguðu verður ekki séð að íslenskir unglingar sofi að jafnaði minna en unglingar annarra þjóða, þrátt fyrir „ranga klukku“. Þeir fara þó að jafnaði seinna að sofa, en líklega er sú staða óbreytt frá því sem var áður en klukkunni var flýtt. Ekki er að finna neinar vísbendingar um að seinn háttatími stafi af „rangri“ klukkustillingu. Björg segir: „Það er raunar merkilegt hvað ýmsum raunvísindamönnum er í mun að halda í vitlausa staðarklukku.“ Ég leyfi mér að segja á móti: Það er dapurlegt að sjá vísindamenn við Háskóla Íslands vera haldna þeirri þráhyggju, að það hvort klukkan sé stillt 12 eða 13 þegar sól er hæst á lofti skipti sköpum um velferð manna. Og óskiljanlegt hvernig þeir hafa fengið þá grillu í höfuðið. Skirrast síðan ekki við að mistúlka og rangfæra niðurstöður vísindagreina „málstaðnum“ til framdráttar. Kannski skiljanlegt að þeir vilji ekki að aðrir rýni um of í þessi fræði. Tilvísanir: 1) Gradisar et al.: Recent worldwide sleep patterns and problems during adolescence: A review and metaanalysis of age, region and sleep. Sleep Medicine 12 (2011) 110-118. 2) Helgi Kristbjarnarson et al.: Könnun á svefnvenjum Íslendinga. Læknablaðið 71 (1985) 193-198.Eysteinn Pétursson fyrrum yfireðlisfræðingur á Ísótópastofu Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. mars sl. birtist grein eftir Björgu Þorleifsdóttur. Björg er titluð lífeðlisfræðingur og mun vera lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Björg fer mikinn í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar. Að miklu leyti er greinin dylgjur og skætingur í garð Gunnlaugs Björnssonar, stjarneðlisfræðings, sem leyfði sér, í grein í Fréttablaðinu 18. jan. sl., að véfengja þá kenningu að seinkun klukkunnar skipti sköpum fyrir velferð landsmanna. Björg telur sig lífvísindamann og finnst ófært að raunvísindamenn séu að krukka í „svið dægurklukku og svefns“. Hélt ég þó að lífeðlisfræði teldist til raunvísinda. Björg segir: „Íslendingar fara seint að sofa, seinna en ýmsar þjóðir sem við berum okkur saman við. Íslenskir unglingar höfðu t.a.m. algera sérstöðu í samanburði við unglinga 12 annarra þjóða víða um heim, fóru langtum seinna að sofa en jafnaldrar þeirra.“ Björg telur „ranga staðarklukku“ mögulega skýringu á þessu og vísar í vísindagrein því til stuðnings (1). Það er reyndar yfirlitsgrein (review) yfir 41 vísindagrein og yfirlit (surveys) sem birt voru á árabilinu 1999 til 2010. Þegar þessi yfirlitsgrein er skoðuð, kemur í ljós að þar eru ekki bornar saman 13 þjóðir, heldur 10 (með Íslandi) í 13 rannsóknum. Þar sést vissulega að íslenskir unglingar fara að jafnaði seint að sofa en þó er vart hægt að segja að þeir hafi algera sérstöðu miðað við aðrar þjóðir. Í einu landi fara t.d. 17 ára unglingar að sofa einni klukkustund seinna en þeir íslensku. Ekki sjást neinar vísbendingar um að „röng“ stilling klukkunnar valdi því að íslensk ungmenni fari seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í samanburðarþjóðunum. Í yfirlitsgreininni má einnig sjá niðurstöður 14 rannsókna á meðal svefntíma unglinga í ýmsum löndum, en engin gögn frá Íslandi eru þar á meðal. Af línuriti á bls. 114 má lesa, að aðeins í 4 löndum af 13 eru unglingar á bilinu 14–18 ára taldir fá nægilegan (sufficient) svefn virka daga. Í hinum löndunum 9 telst svefninn ónógur (insufficient). Enginn unglingur telst fá æskilegan (optimal) svefn. Höfundarnir álykta: „Um er að ræða alþjóðlegt svefnvenju-vandamál sem leiðir til seinkaðar svefnfasatruflunar – SSFT sem kann að eflast af menningarlegum þáttum“ (þýðing mín). Sem sagt, alþjóðlegt vandamál. Ekkert um áhrif „rangrar“ klukku. Höfundar yfirlitsgreinarinnar velta fyrir sér orsökum þess að Íslendingar fari að jafnaði seinna að sofa en aðrar þjóðir, en finna enga haldbæra. Þeim kemur í hug skortur á morgunbirtu, en hafna því á þeim forsendum að rannsóknin hafi farið fram að vori þegar sólarljós er ríkulegt! Samt gerist Björg svo djörf að vitna í þessa grein í áróðri sínum fyrir seinkun klukkunnar og meiri morgunbirtu. Líklega eru engar rannsóknir til um svefnvenjur Íslendinga þegar þeir voru á „réttri“ staðarklukku (á veturna), þ.e.a.s. áður en tekinn var upp sumartími allt árið, 1968. En í grein, þar sem lýst er rannsókn sem gerð var á árunum 1985–1986 (2), má sjá eftirfarandi: „Svefnvenjur Íslendinga virðast nokkuð frábrugðnar því sem gerist með öðrum þjóðum. Þetta á einkum við um svefnmál og rismál sem eru seinna á sólarhringnum en gerist annars staðar. Meðalsvefntími hér virðist svipaður og gerist með öðrum þjóðum (leturbr. mín).Erfitt er að segja hvað veldur þessum seina háttatíma þjóðarinnar, en ein skýring gæti verið sú, að klukkan á Íslandi er skekkt um eina klukkustund, miðað við sólargang og Greenwich meðaltíma. Reyndar er það mál manna að háttatími hafi verið svipaður áður en klukkunni var breytt“ (leturbr. mín). Að öllu þessu athuguðu verður ekki séð að íslenskir unglingar sofi að jafnaði minna en unglingar annarra þjóða, þrátt fyrir „ranga klukku“. Þeir fara þó að jafnaði seinna að sofa, en líklega er sú staða óbreytt frá því sem var áður en klukkunni var flýtt. Ekki er að finna neinar vísbendingar um að seinn háttatími stafi af „rangri“ klukkustillingu. Björg segir: „Það er raunar merkilegt hvað ýmsum raunvísindamönnum er í mun að halda í vitlausa staðarklukku.“ Ég leyfi mér að segja á móti: Það er dapurlegt að sjá vísindamenn við Háskóla Íslands vera haldna þeirri þráhyggju, að það hvort klukkan sé stillt 12 eða 13 þegar sól er hæst á lofti skipti sköpum um velferð manna. Og óskiljanlegt hvernig þeir hafa fengið þá grillu í höfuðið. Skirrast síðan ekki við að mistúlka og rangfæra niðurstöður vísindagreina „málstaðnum“ til framdráttar. Kannski skiljanlegt að þeir vilji ekki að aðrir rýni um of í þessi fræði. Tilvísanir: 1) Gradisar et al.: Recent worldwide sleep patterns and problems during adolescence: A review and metaanalysis of age, region and sleep. Sleep Medicine 12 (2011) 110-118. 2) Helgi Kristbjarnarson et al.: Könnun á svefnvenjum Íslendinga. Læknablaðið 71 (1985) 193-198.Eysteinn Pétursson fyrrum yfireðlisfræðingur á Ísótópastofu Landspítalans
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun