Mál Ágústs Ólafs ekki tekið til frekari athugunar á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 20:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57