Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 18:45 Konur fjölmenntu á þingpalla í dag á meðan kosið var um þungunarrofsfrumvarp. Vísir/Vilhelm Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. Með samþykkt frumvarpsins er þungunarrof heimilt fram að 22. viku meðgöngu. Málið var afar umdeilt og klofnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til þess. Þannig greiddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, atkvæði gegn frumvarpinu. Þingpallarnarnir voru fullir þar sem fjölmenni fylgdist með atkvæðagreiðslunni og brutust út fagnaðarlæti þegar það lá ljóst fyrir að frumvarpið hafði verið samþykkt. Tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að taka frumvarp um þungunarrof af dagskrá þingsins var í upphafi þingfundar felld með 44 atkvæðum gegn 16. Hann sagði fulla ástæðu til að fresta málinu til að ná breiðari sátt um málið. Kosið var um breytingartillögu Páls Magnússonar um að breyta heimilaðri tímalengd til þungunarrofs úr 22 vikum í 20 vikur og var sú tillaga felld með 44 atkvæðum. „Þótt að ég telji að þessi breytingatillaga sé gerð af góðum hug þá skoðuðum við þetta mjög vel í vinnu velferðarnefndar og þetta myndi fela í sér að takmarka núverandi rétt konu til að fara í þungunarrof og ef við erum að taka undanþágur úr lögunum en halda okkur við 20 vikur þá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs þannig að ég get ekki stutt þessa breytingatillögu,“ sagði Halldóra Björt Mogensen, formaður velferðarnefndar, í skýringu með atkvæði sínu.Hér má sjá úrslit atkvæðagreiðslunnar á skjá Alþingis.vísir/vilhelmAf þeim 40 þingmönnum sem samþykktu frumvarpið voru 18 konur og 22 karlar, en tvær konur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þær Sigríður Á. Andersen og Inga Sæland, og 16 karlar, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Allir þingmenn Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Viðreisnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var fjarverandi en hún sat hjá í 2. umferð umræðna. Varamaður hennar Alex B. Stefánsson greiddi atkvæði með frumvarpinu. Allir þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokks, sat hjá.Atkvæði Sjálfstæðisflokks klofin Atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins voru klofin en fjórir þingmenn þeirra greiddu atkvæði með frumvarpinu og átta gegn því. Tveir sátu hjá. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon og Sigríður Á. Anderssen. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fjarverandi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Vilhjálmur Árnason.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt.vísir/vilhelm„Er stödd á Grænlandi við ráðherrastörf. Ég gat af þeim sökum ekki greitt atkvæði um þungunarrofsfrumvarp. Ég studdi frumvarpið í 2. umræðu og studdi það í anda í dag. Tímarammi sá sami – ákvörðunin þar sem hún á heima. Það er verið að laga löggjöf að veruleika sem getur verið sár og allskonar. Þetta snýst víst um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, frelsi og mikla ábyrgð. 1% fóstureyðinga fara fram eftir 16. viku. Það sem um er deilt er mjög fátítt,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Facebook síðu sinni í dag.Hægt er að skoða nánar hvernig atkvæði féllu hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. Með samþykkt frumvarpsins er þungunarrof heimilt fram að 22. viku meðgöngu. Málið var afar umdeilt og klofnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til þess. Þannig greiddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, atkvæði gegn frumvarpinu. Þingpallarnarnir voru fullir þar sem fjölmenni fylgdist með atkvæðagreiðslunni og brutust út fagnaðarlæti þegar það lá ljóst fyrir að frumvarpið hafði verið samþykkt. Tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að taka frumvarp um þungunarrof af dagskrá þingsins var í upphafi þingfundar felld með 44 atkvæðum gegn 16. Hann sagði fulla ástæðu til að fresta málinu til að ná breiðari sátt um málið. Kosið var um breytingartillögu Páls Magnússonar um að breyta heimilaðri tímalengd til þungunarrofs úr 22 vikum í 20 vikur og var sú tillaga felld með 44 atkvæðum. „Þótt að ég telji að þessi breytingatillaga sé gerð af góðum hug þá skoðuðum við þetta mjög vel í vinnu velferðarnefndar og þetta myndi fela í sér að takmarka núverandi rétt konu til að fara í þungunarrof og ef við erum að taka undanþágur úr lögunum en halda okkur við 20 vikur þá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs þannig að ég get ekki stutt þessa breytingatillögu,“ sagði Halldóra Björt Mogensen, formaður velferðarnefndar, í skýringu með atkvæði sínu.Hér má sjá úrslit atkvæðagreiðslunnar á skjá Alþingis.vísir/vilhelmAf þeim 40 þingmönnum sem samþykktu frumvarpið voru 18 konur og 22 karlar, en tvær konur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þær Sigríður Á. Andersen og Inga Sæland, og 16 karlar, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Allir þingmenn Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Viðreisnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var fjarverandi en hún sat hjá í 2. umferð umræðna. Varamaður hennar Alex B. Stefánsson greiddi atkvæði með frumvarpinu. Allir þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokks, sat hjá.Atkvæði Sjálfstæðisflokks klofin Atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins voru klofin en fjórir þingmenn þeirra greiddu atkvæði með frumvarpinu og átta gegn því. Tveir sátu hjá. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon og Sigríður Á. Anderssen. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fjarverandi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Vilhjálmur Árnason.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt.vísir/vilhelm„Er stödd á Grænlandi við ráðherrastörf. Ég gat af þeim sökum ekki greitt atkvæði um þungunarrofsfrumvarp. Ég studdi frumvarpið í 2. umræðu og studdi það í anda í dag. Tímarammi sá sami – ákvörðunin þar sem hún á heima. Það er verið að laga löggjöf að veruleika sem getur verið sár og allskonar. Þetta snýst víst um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, frelsi og mikla ábyrgð. 1% fóstureyðinga fara fram eftir 16. viku. Það sem um er deilt er mjög fátítt,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Facebook síðu sinni í dag.Hægt er að skoða nánar hvernig atkvæði féllu hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 06:00