Ellefu millimetrum frá því að jafna afrek Arsenal og enda 29 ára bið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 10:30 John Stones bjargar á marklínu. Getty/ Shaun Botterill Liverpool var ekki aðeins rosalega nálægt titlinum heldur einnig einstöku afreki Arsenal liðsins frá 2003 til 2004. Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær með því að vinna sinn fjórtánda leik í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið endaði einu stigi á undan Liverpool. Frammistaða toppliðanna í titilbaráttunni var söguleg og 97 stig Liverpool hefðu dugað til sigurs á öllum tímabilum nema einu eða þegar Manchester City setti stigametið í fyrra. Aldrei áður hafa efstu tvö liðin safnað svo mörgum stigum og aldrei áður hafa þau tapað jafnfáum leikjum.The 11mm title? The tiny, tiny margins that decided an extraordinary Premier League battle. https://t.co/0QckbGTL0Qpic.twitter.com/UW7yIfUI8p — BBC Sport (@BBCSport) May 13, 2019Manchester City tapaði fjórum sinnum fleiri leikjum en Liverpool en nýtti sér erfiðan janúar hjá Jürgen Klopp og félögum. Liverpool missti þá niður forystuna og frumkvæðið aftur til City. Liverpool taðaði aðeins 1 af 38 leikjum sínum á tímabilinu en þetta eina tap gerði útslagið. Fimm fleiri jafntefli en City voru einnig dýrkeypt sérstaklega í leikjum á móti lakari liðum. Á endanum munaði aðeins einu stigi á liðunum en stuðningsmenn Liverpool munu örugglega tala um annað smáatriði sem skipti öllu í baráttunni á þessu tímabili. Liverpool tapaði aðeins einum leik á öllu tímabilinu og í þeim leik skiptu ellefu millimetrar öllu máli. Stórglæsilegt sigurmark fyrirliðans Vincent Kompany á móti Leicester City er risastór stund á leiktíðinni en kannski var samt björgun John Stones á marklínu í janúar enn stærri.The closest title race ever? These are the tiny margins which divided Liverpool and Man City.https://t.co/0QckbGTL0Qpic.twitter.com/UPPEyqUFXG — BBC Sport (@BBCSport) May 13, 2019Þetta verður kannski kallaður ellefu millimetra titillinn í framtíðinni því það var það sem munaði að Liverpool skoraði annað mark í innbyrðis leikjum á móti Manchester City í janúar. Staðan í leiknum var þá markalaus og skot Sadio Mane var á leiðinni í markið og í raun næstum því komið yfir marklínuna þegar Stones kom til bjargar. Marklínutæknin var notuð og þar munaði aðeins ellefu millimetrum að boltinn væri kominn yfir marklínuna.January: Liverpool denied goal at City by 1.1cm April: Man City score vital winner at Burnley by 2.9cm You could say #MCFC pipped #LFC by one point and four cm! Talk about fine margins... pic.twitter.com/8mN21du78r — Sporting Life Football (@SportingLifeFC) May 12, 2019 Manchester City skoraði síðan fyrsta markið í leiknum og vann á endanum 2-1 sigur. 2-2 jafntefli hefði þýtt að Liverpool menn hefðu lyft Englandsmeistarabikarnum í fyrsta sinn í 29 ár í gær. Jafnteflið í þessum leik á Ethiad leikvanginum 3. janúar síðastliðinn hefði einnig séð til þess að Liverpool hefði jafnað einstakan árangur Arsenal frá 2003-04 tímabilinu. Þetta lið frá Arsenal nældi sér þá í viðurnefnið „The Invincibles" eða „Hinir ósigrandi“.Some of these are staggering The numbers behind Man City and Liverpool's remarkable title battle.https://t.co/edtPmOzZ75pic.twitter.com/cgCB8toG7j — BBC Sport (@BBCSport) May 13, 2019Næstum því fjórum mánuðum síðar var skot frá Sergio Aguero sem var réttum megin við línuna og tryggði liðinu 1-0 útisigur á Burnley. Þar munaði aðeins 29.51 millimetrar eða eins og BBC orðaði það tvö prósent af bandaríska leikaranum smávaxna Danny DeVito. Stuðningsmenn Everton voru líka fljótir að átta sig á því og benda á það að Liverpool hafði í raun misst titilinn með jafntefli á Goodison Park í byrjun mars. Það var síðasti leikurinn þar sem Liverpool tapaði stigum en um leið fjórða jafnteflið í sex leikjum. Það eru nefnilega kannski þessi jafntefli sem kostuðu liðið titilinn og met Arsenal miklu frekar en fyrrnefndir millimetrar. Það voru réttir dómarar þökk sé nýjustu tækni sem hefði getað endað á hinn veginn ef aðeins hefði verið treyst á augu dómarann. Við vorum áratugum frá marklínutækni þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn 1990 og meðal annars þökk sé þessum millimetrum þá er næst á dagskrá hjá Liverpool að fagnað 30 ára afmæli Englandsmeistaraliðs síns frá 1989-90 með því að vinna titilinn á næsta ári. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Liverpool var ekki aðeins rosalega nálægt titlinum heldur einnig einstöku afreki Arsenal liðsins frá 2003 til 2004. Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær með því að vinna sinn fjórtánda leik í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið endaði einu stigi á undan Liverpool. Frammistaða toppliðanna í titilbaráttunni var söguleg og 97 stig Liverpool hefðu dugað til sigurs á öllum tímabilum nema einu eða þegar Manchester City setti stigametið í fyrra. Aldrei áður hafa efstu tvö liðin safnað svo mörgum stigum og aldrei áður hafa þau tapað jafnfáum leikjum.The 11mm title? The tiny, tiny margins that decided an extraordinary Premier League battle. https://t.co/0QckbGTL0Qpic.twitter.com/UW7yIfUI8p — BBC Sport (@BBCSport) May 13, 2019Manchester City tapaði fjórum sinnum fleiri leikjum en Liverpool en nýtti sér erfiðan janúar hjá Jürgen Klopp og félögum. Liverpool missti þá niður forystuna og frumkvæðið aftur til City. Liverpool taðaði aðeins 1 af 38 leikjum sínum á tímabilinu en þetta eina tap gerði útslagið. Fimm fleiri jafntefli en City voru einnig dýrkeypt sérstaklega í leikjum á móti lakari liðum. Á endanum munaði aðeins einu stigi á liðunum en stuðningsmenn Liverpool munu örugglega tala um annað smáatriði sem skipti öllu í baráttunni á þessu tímabili. Liverpool tapaði aðeins einum leik á öllu tímabilinu og í þeim leik skiptu ellefu millimetrar öllu máli. Stórglæsilegt sigurmark fyrirliðans Vincent Kompany á móti Leicester City er risastór stund á leiktíðinni en kannski var samt björgun John Stones á marklínu í janúar enn stærri.The closest title race ever? These are the tiny margins which divided Liverpool and Man City.https://t.co/0QckbGTL0Qpic.twitter.com/UPPEyqUFXG — BBC Sport (@BBCSport) May 13, 2019Þetta verður kannski kallaður ellefu millimetra titillinn í framtíðinni því það var það sem munaði að Liverpool skoraði annað mark í innbyrðis leikjum á móti Manchester City í janúar. Staðan í leiknum var þá markalaus og skot Sadio Mane var á leiðinni í markið og í raun næstum því komið yfir marklínuna þegar Stones kom til bjargar. Marklínutæknin var notuð og þar munaði aðeins ellefu millimetrum að boltinn væri kominn yfir marklínuna.January: Liverpool denied goal at City by 1.1cm April: Man City score vital winner at Burnley by 2.9cm You could say #MCFC pipped #LFC by one point and four cm! Talk about fine margins... pic.twitter.com/8mN21du78r — Sporting Life Football (@SportingLifeFC) May 12, 2019 Manchester City skoraði síðan fyrsta markið í leiknum og vann á endanum 2-1 sigur. 2-2 jafntefli hefði þýtt að Liverpool menn hefðu lyft Englandsmeistarabikarnum í fyrsta sinn í 29 ár í gær. Jafnteflið í þessum leik á Ethiad leikvanginum 3. janúar síðastliðinn hefði einnig séð til þess að Liverpool hefði jafnað einstakan árangur Arsenal frá 2003-04 tímabilinu. Þetta lið frá Arsenal nældi sér þá í viðurnefnið „The Invincibles" eða „Hinir ósigrandi“.Some of these are staggering The numbers behind Man City and Liverpool's remarkable title battle.https://t.co/edtPmOzZ75pic.twitter.com/cgCB8toG7j — BBC Sport (@BBCSport) May 13, 2019Næstum því fjórum mánuðum síðar var skot frá Sergio Aguero sem var réttum megin við línuna og tryggði liðinu 1-0 útisigur á Burnley. Þar munaði aðeins 29.51 millimetrar eða eins og BBC orðaði það tvö prósent af bandaríska leikaranum smávaxna Danny DeVito. Stuðningsmenn Everton voru líka fljótir að átta sig á því og benda á það að Liverpool hafði í raun misst titilinn með jafntefli á Goodison Park í byrjun mars. Það var síðasti leikurinn þar sem Liverpool tapaði stigum en um leið fjórða jafnteflið í sex leikjum. Það eru nefnilega kannski þessi jafntefli sem kostuðu liðið titilinn og met Arsenal miklu frekar en fyrrnefndir millimetrar. Það voru réttir dómarar þökk sé nýjustu tækni sem hefði getað endað á hinn veginn ef aðeins hefði verið treyst á augu dómarann. Við vorum áratugum frá marklínutækni þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn 1990 og meðal annars þökk sé þessum millimetrum þá er næst á dagskrá hjá Liverpool að fagnað 30 ára afmæli Englandsmeistaraliðs síns frá 1989-90 með því að vinna titilinn á næsta ári.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira