Handbolti

Fær­eyingar fengu stig með hádramatískum hætti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Færeyinga skildu Svisslendinga eftir í sárum.
Færeyinga skildu Svisslendinga eftir í sárum. EPA/Cornelius Poppe NORWAY OUT

Spennan var gríðarleg í leik Færeyja og Sviss, sem endaði með 28-28 jafntefli. Danmörk rúllaði síðan yfir Norður-Makedóníu á EM í handbolta.

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar og þykja líklegir til sigurs á Evrópumótinu. Þeir byrjuðu sterkt og pökkuðu Norður-Makedónum saman með 36-24 sigri.

Simon Pytlick var markahæstur með níu mörk og Mathias Gidsel skoraði átta mörk.

Portúgal og Rúmeníu eru einnig í B-riðlinum en Portúgalir unnu þann leik.

Í D-riðli mættust stálin stinn, þegar Færeyjar og Sviss hittust á vellinum. Ekkert gat skilið liðin og leikurinn endaði með 28-28 jafntefli eftir hörkuspennu á lokamínútunni.

Færeyingar voru marki undir en Elías á Skipagötu missti boltann strax frá sér eftir leikhlé. Svisslendingar klúðruðu síðan sinni sókn og gáfu Færeyjum annað tækifæri, sem liðið nýtti til að jafna leikinn. Sviss reyndi að setja sigurmarkið þegar lokaflautið gall en tókst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×