Íslenski boltinn

Fullt hús hjá U16 stelpunum sem skoruðu 27 mörk og fengu ekki mark á sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag. /
U16 ára landslið kvenna vann 6-0 sigur á heimastúlkum í Króatíu er liðin mættust í síðasta leiknum á UEFA Development-mótinu sem fer fram í Króatíu.

Ísland byrjaði af krafti og Snædís María Jörundsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin áður en þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, Sara Montoro, Hrefna Steinunn Aradóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir bættu við mörkum.

Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í mótinu og fékk ekki á sig mark. Þær enduðu á því að skora 27 mörk og dreifðist markaskorið vel í mótinu en mest skoraði áðurnefnd Snædís. Hún gerði fimm mörk í mótinu.

Þjálfari liðsins er Jörundur Áki Sveinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×