Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:24 Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. FBL/stefan Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. Þar segir að á fundi formanna stjórmálaflokkanna sem nú eiga sæti á Alþingi fyrr í dag hafi verið ákveðið að afgreiða tvö frumvörp um breytingar á stjórnarskrá landsins til samráðs við almenning á samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þverpólitísk sátt ríki vegna málsins en hún tekur þó fram að málið sé auðvitað ekki endanlegt. Annars vegar er um að ræða drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins og hins vegar drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd.Á fundi formannanna í dag var eftirfarandi fært til bókar: „Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þar hafa ýmis ákvæði komið til skoðunar. Vinna við þessi tvö frumvörp sem hér eru birt til samráðs er nú komin það langt áleiðis að rétt er að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.“ Katrín sagði í viðtali hjá RÚV að auðlindaákvæðið og umhverfisákvæðið séu bæði ákvæði sem lengi hafi verið til umræðu í samfélaginu. Það hafi verið þess vegna sem stjórnvöld hafi ákveðið að setja þau í forgang.Tillögurnar tvær hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Tillaga að nýju auðlindaákvæði er eftirfarandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Alþingi Stjórnarskrá Umhverfismál Tengdar fréttir Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsin. 11. desember 2018 07:30 Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum Sérfræðinganefnd gerði efnisbreytingar á tillögum stjórnlagaráðs. 28. nóvember 2012 18:09 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. Þar segir að á fundi formanna stjórmálaflokkanna sem nú eiga sæti á Alþingi fyrr í dag hafi verið ákveðið að afgreiða tvö frumvörp um breytingar á stjórnarskrá landsins til samráðs við almenning á samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þverpólitísk sátt ríki vegna málsins en hún tekur þó fram að málið sé auðvitað ekki endanlegt. Annars vegar er um að ræða drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins og hins vegar drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd.Á fundi formannanna í dag var eftirfarandi fært til bókar: „Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þar hafa ýmis ákvæði komið til skoðunar. Vinna við þessi tvö frumvörp sem hér eru birt til samráðs er nú komin það langt áleiðis að rétt er að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.“ Katrín sagði í viðtali hjá RÚV að auðlindaákvæðið og umhverfisákvæðið séu bæði ákvæði sem lengi hafi verið til umræðu í samfélaginu. Það hafi verið þess vegna sem stjórnvöld hafi ákveðið að setja þau í forgang.Tillögurnar tvær hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Tillaga að nýju auðlindaákvæði er eftirfarandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“
Alþingi Stjórnarskrá Umhverfismál Tengdar fréttir Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsin. 11. desember 2018 07:30 Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum Sérfræðinganefnd gerði efnisbreytingar á tillögum stjórnlagaráðs. 28. nóvember 2012 18:09 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsin. 11. desember 2018 07:30
Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum Sérfræðinganefnd gerði efnisbreytingar á tillögum stjórnlagaráðs. 28. nóvember 2012 18:09