Kuldinn bítur ekki á brimbrettakappa við Íslandsstrendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2019 10:30 Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45