Óumdeilt að bensínstöðvar séu of margar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 14:16 Skeljungur rekur fjölda bensínstöðva í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“ Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18