Halda sérstaka Liverpool messu þremur tímum fyrir leik á sunnudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:00 Nú er bara spurningin hvort þessi messa hjálpi eitthvað þeim Sadio Mane, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum í leiknum mikilvæga á sunnudaginn kemur. Getty/John Powell Liverpool á enn möguleika á því að vera enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár en til að svo verði þurfa hlutirnir að falla með liðinu á sunnudaginn. Liverpool þarf að vinna sinn leik á móti Wolves á sama tíma og Manchester City tapar stigum á útivelli á móti Brighton & Hove Albion. Manchester City er með eins stigs forskot og betri markatölu og leikmenn liðsins þurfa því aðeins að treysta á sig sjálfa. Stuðningmenn Liverpool upplifðu kraftaverk á Anfield á þriðjudaginn var þegar liðið vann upp 3-0 forystu Barcelona frá því í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Liverpool vann hið geysisterka lið Barcelona 4-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Nú þurfa Liverpool menn á frekari kraftaverkum að halda og þá leita þeir til æðri máttarvalda. Elvar Geir Magnússon á fotbolti.net segir frá því að það fari fram Liverpoolmessa í Seljakirkju fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni. Liverpoolmessan hefst klukkan ellefu fyrri hádegi á sunnudag eða þremur tímum áður en flautað verður til leiks í 38. og síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2018-19. Messan mun vera í klukkutíma og eftir það munu Liverpool menn fara að undirbúa sig enn frekar fyrir þennan mögulega sögulega dag. „Liverpoolmenn eru aldrei einir á ferð, allra síst í þeim stórleikjum sem framundan eru! Því verður efnt til Liverpoolmessu í Seljakirkju á sunnudag, þar sem Liverpoolmaðurinn sr. Ólafur Jóhann þjónar, Dagur Sigurðsson syngur og Bóas Gunnarsson spilar á gítar! YNWA!" segir í lýsingu á komandi Liverpoolmessu á Facebook. Liverpool varð síðast enskur meistari voru 1990 og þá í átjánda skiptið. Manchester City vann ensku deildina í fyrra og getur því unnið hana annað árið í röð. Leikur Liverpool og Wolves verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn klukkan 14.00 en leikur Brighton & Hove Albion og Manchester City verður sýndur á sama tíma á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Liverpool á enn möguleika á því að vera enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár en til að svo verði þurfa hlutirnir að falla með liðinu á sunnudaginn. Liverpool þarf að vinna sinn leik á móti Wolves á sama tíma og Manchester City tapar stigum á útivelli á móti Brighton & Hove Albion. Manchester City er með eins stigs forskot og betri markatölu og leikmenn liðsins þurfa því aðeins að treysta á sig sjálfa. Stuðningmenn Liverpool upplifðu kraftaverk á Anfield á þriðjudaginn var þegar liðið vann upp 3-0 forystu Barcelona frá því í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Liverpool vann hið geysisterka lið Barcelona 4-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Nú þurfa Liverpool menn á frekari kraftaverkum að halda og þá leita þeir til æðri máttarvalda. Elvar Geir Magnússon á fotbolti.net segir frá því að það fari fram Liverpoolmessa í Seljakirkju fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni. Liverpoolmessan hefst klukkan ellefu fyrri hádegi á sunnudag eða þremur tímum áður en flautað verður til leiks í 38. og síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2018-19. Messan mun vera í klukkutíma og eftir það munu Liverpool menn fara að undirbúa sig enn frekar fyrir þennan mögulega sögulega dag. „Liverpoolmenn eru aldrei einir á ferð, allra síst í þeim stórleikjum sem framundan eru! Því verður efnt til Liverpoolmessu í Seljakirkju á sunnudag, þar sem Liverpoolmaðurinn sr. Ólafur Jóhann þjónar, Dagur Sigurðsson syngur og Bóas Gunnarsson spilar á gítar! YNWA!" segir í lýsingu á komandi Liverpoolmessu á Facebook. Liverpool varð síðast enskur meistari voru 1990 og þá í átjánda skiptið. Manchester City vann ensku deildina í fyrra og getur því unnið hana annað árið í röð. Leikur Liverpool og Wolves verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn klukkan 14.00 en leikur Brighton & Hove Albion og Manchester City verður sýndur á sama tíma á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira